Þú ert hér > Thot.is > Íslensku þýðingaverðlaunin

Íslensku þýðingaverðlaunin

13.6.2012 19:58:59
Silja hreppti Íslensku þýðingaverðlaunin

23.4.2007

Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt í þriðja sinn á Gljúfrasteini í dag. Í þetta skipti komu þau í hlut Silju Aðalsteinsdóttur fyrir framúrskarandi þýðingu á bókinni Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem bókaforlagið Bjartur gaf út. Það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í dag. Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skyldi hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma.

13.6.2012 16:23:18
Rúnar Helgi fékk þýðingarverðlaunin

23.4.2006

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Rúnari Helga Vignissyni íslensku þýðingaverðlaunin á Gljúfrasteini í dag.

En Rúnar Helgi hlaut verðlaunin fyrir bókina Barndómur eftir J. M Coetzee sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir íslensku þýðingaverðlaununum og er þetta í annað sinn sem þau eru veitt. Þá var Sigurður A. Magnússon kjörinn fyrsti heiðursfélagi Bandalags þýðenda og túlka á aðalfundi á síðasta ári.

Hér má lesa álit dómnefndar í heild sinni...



<<Fyrri      Næsta>>


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]