6.1.2014 20:04:00
Esperanto og bókmenntaþýðingar
Kynning á Esperanto sem þýðingarmáli verður í Esperantohúsinu á Skólavörðustíg 6b fimmtudaginn 9. janúar klukkan 20.
Fjallað verður um sérstöðu Esperantos sem millimáls við bókmenntaþýðingar.
a) Þýðingar íslenskra bókmennta á Esperanto.
b) Þýðingar erlendra bókmennta af Esperanto á íslensku.
Einkum verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
• Hver er sérstaða Esperantos sem millimáls við þýðingar?
• Hvað er til af íslenskum bókmenntum á Esperanto?
• Hvað hefur verið þýtt úr Esperanto á íslensku?
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|