28.5.2013 15:01:00
Minnt á aðalfund

Stjórn Bandalags þýðenda og túlka minnir á aðalfundinn sem verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á morgun, miðvikudagskvöldið 29. maí, kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning nýrrar stjórnar, skýrsla formanns og almennar umræður um þýðingastarfið. Einnig verður skipaður nýr heiðursfélagi.

Að loknum fundarstörfum verður boðið upp á léttar veitingar. Allir félagar eru hvattir til að mæta.





Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]