26.11.2017 14:01:00
Tilnefningar til Þýðingaverðlauna 2017

Síðastliðinn föstudag, þann 24. nóvember, var tilkynnt hvaða þýðendur voru tilnefndir til Þýðingaverðlauna 2017. Verðlaunin sjálf verða afhent í febrúar 2018. Margar þýðingar komu til álita og ekki auðvelt verk sem dómnefndin stóð frammi fyrir. Dómnefndina skipa; Ingunn Ásdísardóttir þýðandi og þjóðfræðingur, Steinþór Steingrímsson íslenskufræðingur og Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi. Þökkum við dómnefndinni fyrir störf sín og óskum henni góðs gengis með framhaldið, því nú þarf hún að velja eitt verk til verðlauna. Við þökkum einnig öllum útgáfum sem sendu inn tillögur fyrir þátttökuna. 

Eftirtalin fimm verk sem 6 þýðendur komu að voru tilnefnd:

  • Walden eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur. Dimma gefur út.
  • Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Angústúra gefur út.
  • Sorgin í fyrstu persónu eftir Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Dimma gefur út.
  • Doktor Proktor eftir Jo Nesbö í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Forlagið gefur út.
  • Orlandó eftir Virginiu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Opna gefur út.

Við óskum enn og aftur ofangreindum þýðendum og útgefendum innilega til hamingju með tilnefninguna!



Frá vinstri til hægri: Jón St. Kristjánsson, Magnús Sigurðsson sem tók við tilnefningunni fyrir hönd Gyrðis Elíassonar, María Rán Guðjónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir.





Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]