Eftirtalin fimm verk sem 6 þýðendur komu að voru tilnefnd:
- Walden eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur. Dimma gefur út.
- Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Angústúra gefur út.
- Sorgin í fyrstu persónu eftir Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Dimma gefur út.
- Doktor Proktor eftir Jo Nesbö í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Forlagið gefur út.
- Orlandó eftir Virginiu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Opna gefur út.
Við óskum enn og aftur ofangreindum þýðendum og útgefendum innilega til hamingju með tilnefninguna!
Frá vinstri til hægri: Jón St. Kristjánsson, Magnús Sigurðsson sem tók við tilnefningunni fyrir hönd Gyrðis Elíassonar, María Rán Guðjónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir.