20.5.2014 01:08:00
Aðalfundur
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn 22. maí kl. 20 í
Gunnarshúsi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en einnig verður
stjórnarkjör. Engar lagabreytingartillögur hafa borist en á fundinum verða lagðar fram og kynntar nýjar siðareglur. Dagskrá verður sem hér segir:
1. Skýrsla formanns um starfið á liðnu ári
2. Reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Kjör skoðunarmanna reikninga
4. Stjórnarkjör
5. Árgjald
6. Siðareglur kynntar
7. Önnur mál
Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar og spjall. Fjölmennum á aðalfund!
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|