Þú ert hér > Thot.is > Íslensku þýðingaverðlaunin

Íslensku þýðingaverðlaunin

17.7.2012 16:28:17
Kristján Árnason hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin

24.4.2010

Kristján Árnason hlaut í gær Íslensku þýðingaverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin fær Kristján fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvíd.

18.6.2012 20:20:26
Ræða formanns dómnefndar Íslensku þýðingarverðlaunanna

29.4.2009

haldin á Gljúfrasteini 23. apríl 2009

Forseti Íslands, þýðendur og aðrir viðstaddir.

Líta má á bókarkápu sem hurð; þegar þú opnar bókina uppljúkast dyr að heimi sem lýtur sínum eigin lögmálum og sem lesandi leggur þú af stað í ferðalag sem þegar vel tekst til færir þér nýja reynslu og nýja þekkingu, í viðbót við þá nautn sem það er í sjálfu sér að verja tíma sínum innan bókaspjaldanna í næði og njóta textans. Þegar um er að ræða erlendar bækur er reynslan oft þeim mun magnaðri þar sem að í þeim opnast okkur veröld sem getur verið bæði framandi og heillandi í senn og lesturinn getur fært okkur spönn nær því að skilja flókinn heim, á hátt sem nútímafjölmiðlun – þrátt fyrir alla sína tækni – er allsendis ófær um að gera.

18.6.2012 20:08:17
Hjörleifur Sveinbjörnsson hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin 2009

23.4.2009
- fyrir bókina Apakóngur á Silkiveginum

Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2009 voru afhent á Gljúfrasteini í fimmta sinn í dag. Að þessu sinni hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson verðlaunin fyrir þýðingu sína Apakóngur á Silkiveginum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum. JPV er útgefandi að hinu veglega verki og fagra prentgrip. Dómnefnd skipuðu þær Soffía Auður Birgisdóttir, formaður, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir.

13.6.2012 21:22:05
Þakkarræða Eiríks Arnar Norðdahls

23.4.2008

Hér má lesa þakkarræðu Eiríks Arnar Norðdahls sem móðir hans, Herdís Hübner, flutti er hún veitti verðlaununum viðtöku í dag.

13.6.2012 21:19:27
Eiríkur Örn Norðdahl hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin

23.4.2008

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í dag Eiríki Erni Norðdahl  Íslensku þýðingarverðlaunin við  hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Eiríkur Örn er staddur í New York en móðir hans, Herdís M. Hübner, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. - Hér má lesa erindi Silju Aðalsteinsdóttur, formanns dómnefndar.

13.6.2012 19:58:59
Silja hreppti Íslensku þýðingaverðlaunin

23.4.2007

Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt í þriðja sinn á Gljúfrasteini í dag. Í þetta skipti komu þau í hlut Silju Aðalsteinsdóttur fyrir framúrskarandi þýðingu á bókinni Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem bókaforlagið Bjartur gaf út. Það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í dag. Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skyldi hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma.

13.6.2012 16:23:18
Rúnar Helgi fékk þýðingarverðlaunin

23.4.2006

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Rúnari Helga Vignissyni íslensku þýðingaverðlaunin á Gljúfrasteini í dag.

En Rúnar Helgi hlaut verðlaunin fyrir bókina Barndómur eftir J. M Coetzee sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir íslensku þýðingaverðlaununum og er þetta í annað sinn sem þau eru veitt. Þá var Sigurður A. Magnússon kjörinn fyrsti heiðursfélagi Bandalags þýðenda og túlka á aðalfundi á síðasta ári.

Hér má lesa álit dómnefndar í heild sinni...



<<Fyrri      Næsta>>


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]