Þú ert hér > Thot.is > Fréttir

Fréttir

3.3.2018 19:05:39
Veiting Íslensku þýðingaverðlaunanna 2018

Í dag voru Íslensku þýðingaverðlaunin veitt í fjórtánda sinn. Að þessu sinni hlutu Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir þau fyrir þýðingu sína á Walden eftir Henry David Thoreau. Útgefandi er Dimma.

26.11.2017 14:32:36
Tilnefningar til Þýðingaverðlauna 2017

Síðastliðinn föstudag, þann 24. nóvember, var tilkynnt hvaða þýðendur voru tilnefndir til Þýðingaverðlauna 2017. Margar þýðingar komu til álita og ekki auðvelt verk sem dómnefndin stóð frammi fyrir. Þökkum við öllum þeim útgáfum sem tóku þátt með þeirra framlagi. Fimm verk sem 6 þýðendur komu að voru valin.

27.10.2017 11:04:16
Dagskrá í minningu Ólafar Eldjárn - yfirlit yfir þýðingar



26.10.2017 01:00:07
Þýðendakvöld í samvinnu við Reykjavíkurborg

Í samvinnu við Reykjavíkurborg efnir Bandalag þýðenda og túlka til tveggja þýðendakvölda á næstu tveimur vikum; annars vegar verður fjallað um Ólöfu Eldjárn, sem lést á síðasta ári og hins vegar um Kristján Árnason, heiðursfélaga hjá Bandalaginu. 


22.9.2017 20:00:40
Er íslenskan í útrýmingarhættu? Þáttur þýðinga í tungumálinu



Í tilefni af Degi þýðenda 30. september n.k. verður okkar árlega málþing haldið í Veröld, húsi Vigdísar kl. 14:00-16:30.

Efni málþingsins er mörgum hugleikið um þessar mundir og voru fengnir til leiks aðilar bæði úr háskólasamfélaginu og utan hans til að flytja fyrirlestra og ræða þessi mál.

10.9.2017 12:27:45
ORÐSTÍR – heiðursverðlaun fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á erlendar tungur

Verðlaunahafar 2017


ORÐSTÍR  er heiðursviðurkenning ætluð þýðendum íslenskra bókmennta á erlend mál og voru nú veitt í annað sinn. Heiðursviðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á ómetanlegu starfi þeirra fjölmörgu einstaklinga sem stuðlað hafa að útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis. Jafnframt er viðurkenningin þakklætisvottur og hvatning til þeirra þýðenda sem viðurkenninguna hljóta hverju sinni.

19.5.2017 00:22:27
Aðalfundur ÞOT 24. maí 2017

Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8,  miðvikudaginn 24. maí kl. 20. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
1. Skýrsla formanns um starfið á liðnu ári
2. Reikningar lagðir fram til samþykkis
3. Formannskjör
4. Kosning þriggja stjórnarmanna
5. Kjör skoðunarmanna reikninga
6. Árgjald
7. Siðareglur Bandalags þýðenda og túlka (sjá 7. gr. laga)
8. Önnur mál

16.5.2017 12:27:24
NonfictioNOW í Háskóla Íslands og Hörpu, 1.-4. júní 2017

Hátt í 400 rithöfundar væntanlegir!
Ráðstefnan hefst 1. júní í Háskólabíói með málstofu og sýningu Draumalandsins sem byggir á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. 2. og 3. júní verða málstofur í Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um sannsöguleg skrif í öllum sínum fjölbreytileika og 2. og 4. júní verður boðið upp á sérstaka fyrirlestra í Silfurbergi, Hörpu. Einnig verður boðið upp á höfundakvöld með innlendum og erlendum rithöfundum í Norræna húsinu.
Á ráðstefnunni verða málstofur sem tengjast sérstaklega þýðendum.

19.4.2017 15:54:01
Sigurður A. Magnússon (1928-2017) - Minningarorð

Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, skáld og þýðandi, ritstjóri, blaðamaður og gagnrýnandi lést 2. apríl 2017 og var borinn til grafar 19. apríl. Sigurður setti sitt mark á íslenskan bókmenntaheim með frumsömdum verkum en ekki síður þýðingunum sem hann færði íslenskum lesendum og hann var stofnfélagi og heiðursfélagi Bandalags þýðenda og túlka frá 2005.

5.4.2017 13:05:58
Vorþing um þýðingarýni

Árlegt vorþing meistaranema í þýðingafræði verður haldið föstudaginn 7. apríl nk. kl. 14-16 í stofu A229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fluttir verða stuttir og fjörugir fyrirlestrar þar sem rýnt verður í þýðingar stakra verka og reynt að meta hver árangurinn hefur verið. Segja má að þýðingar á Óþelló Shakespeares séu í brennidepli, en einnig verður fjallað um þýðingar af íslensku verki á pólsku, ljóðaþýðingar úr spænsku og ensku og verður vafalaust um margt spjallað.



<<Fyrri      Næsta>>


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]